Hér geturðu sameinað notalega dvöl á þægilegu lúxushóteli og einstakar upplifanir í íslenskri náttúru. Í nágrenni Húsafells geturðu uppgötvað faldar perlur í okkar stórkostlega landslagi.
Hótel Húsafell býður upp á 48 vel útbúin herbergi í fjórum stærðum. Öll herbergin eru reyklaus og skreytt með málverkum eftir Pál Guðmundsson, listamann á Húsafelli.
Við bjóðum mikið úrval gjafabréfa. Gefðu einstaka upplifun í fallegu umhverfi.
KAUPA GJAFABRÉFHúsafellssvæðið býður upp á kjöraðstæður til norðurljósaskoðunar en að meðaltali sjást norðurljósin þrisvar í viku yfir vetrarmánuðina. Nálægðin við Langjökul, næststærsta jökul landsins, gerir veðurskilyrði einstaklega ákjósanleg, þar sem loftið er kalt og oft heiðskírt.
Lesa meiraÁ Hótel Húsafelli leggjum við áherslu á árstíðabundna matseðla þar sem íslenskt hráefni fær að njóta sín í alþjóðlegri matargerð. Góður matur, drykkur, þjónusta og fallegt umhverfi skapa ógleymanlega kvöldstund.
Á Hótel Húsafelli er boðið upp á tvo veitingastaði með fjórum veitingasölum, sem og fjölbreytta afþreyingu og dagsferðir. Ekki hika við að hafa samband vegna veitinga.
SENDA FYRIRSPURNTilvalin staðsetning fyrir ráðstefnur og vinnufundi. Glæsileg aðstaða fyrir hvers kyns viðburði.