Norðurljós

Á Húsafelli sjást norðurljósin að meðaltali þrisvar í viku yfir vetrarmánuðina sem gerir staðinn að einum besta norðurljósa-útsýnisstað landsins.

Norðurljós

Nálægðin við Langjökul, næststærsta jökul landsins, gerir veðurskilyrði til norðurljósaskoðunar einstaklega ákjósanleg, þar sem loftið er kalt og oft heiðskírt.

Húsafellssvæðið býður upp á kjöraðstæður til norðurljósaskoðunar en að meðaltali sjást norðurljósin þrisvar í viku yfir vetrarmánuðina. Inni á víðernum Vesturlands, nálægt óbyggðum og fjarri þéttbýli, er engin ljósmengun.

Gestum á Hótel Húsafelli býðst að fá sjálfkrafa hringingu þegar norðurljósin sjást.

Athugið

Norðurljósatímabilið stendur yfirleitt frá ágústlokum fram í miðjan apríl.

Thank you, you will receive a response shortly.
Oops! Something went wrong while submitting the form. Please try it again.

Búðu þig undir hið óvænta

Myndir segja meira en mörg orð.

Hótel Húsafell kt: 500909-0210