Íshellir

Ísgöngin í Langjökli eru einstök upplifun en þar gefst kostur á að kanna leyndardóma jökulsins að innan.

Íshellir

Into the Glacier býður upp á fjölmargar ferðir inn í stærstu manngerðu ísgöng í heimi. Göngin eru staðsett hátt á Langjökli sem er næststærsti jökull Íslands.

Innifalið

  • Akstur að ísgöngunum frá Húsafelli eða Klaka
  • Aðgangur að ísgöngunum
  • Leiðsögn
  • Frítt WiFi í bílunum

Taka með

  • Nauðsynlegt er að vera í hlýjum fötum, líka á sumrin
  • Vatnsheldir skór og hlýir sokkar
  • Vatnsheldur og hlýr jakki eða úlpa
  • Húfa og vettlingar
  • Sólgleraugu

Búðu þig undir ævintýralega upplifun í návígi við mikilfengleik Langjökuls, næststærsta jökuls landsins. Það er einstök lífsreynsla að ferðast upp snjóhvítar hlíðar jökulsins og hverfa svo djúpt inn í manngerð ísgöngin sem leiða okkur að hinu bláa hjarta jökulsins. Ferðin er farin á sérútbúnum jöklafarartækjum, sem eru sérstaklega gerð til að skoða umhverfi jökulsins og njóta útsýnis meðan ekið er upp á topp jökulhettunnar. Reyndir leiðsögumenn sjá til þess að allir skemmta sér en öðlast um leið undirstöðuþekkingu á hegðun og náttúru jökla.

Þessi ferð er óviðjafnanleg lífreynsla, hvort heldur sem er jöklaferðin sjálf eða upplifunin inni í ísgöngunum. Bókaðu strax!

1. JÚNÍ TIL 15. OKTÓBER – SÆTAFERÐIR Í KLAKA, GRUNNBÚÐIR

Hálendisvegur 550, sem tengir bæði Húsafell og Þingvelli við grunnbúðirnar Klaka, er grófur malarvegur sem aðeins er ætlaður fjórhjóladrifnum farartækjum og aðeins opinn á sumrin, frá júní fram í miðjan október.

Við mælum því með áætlunarskutlunni upp í Klaka frá Húsafelli ef þú ert ekki á fjórhjóladrifnum bíl. Ferðin tekur um 40 mínútur og kostar 2.000 krónur á manninn fram og til baka.

Tímar í tímatöflu eru brottfarartímar skutlunnar frá Húsafelli.

16. OKTÓBER TIL 31. MAÍ  – Mæting í upplýsingamiðstöð

Athugið að vegur 550 er LOKAÐUR frá október og fram í júní, svo vinsamlegast takið skutluna frá Húsafelli. Ferðin upp í Klaka grunnbúðir tekur u.þ.b. 40 mínútur.

Tímar í tímatöflu eru brottfarartímar skutlunnar frá Húsafelli.

ATHUGIÐ

Into the glacier ehf. áskilur sér rétt til að breyta ferðaáætlun og ferðamáta eða hætta við ferð, eftir veðri, ástanda vega eða öðrum kringumstæðum sem ekki verður við ráðið.

Helmingsafsláttur fyrir 0–15 ára, gildir ekki um hópbókanir.

Á veturna getur lengd ferða verið breytileg eftir veðri og ástandi vega.

Thank you, you will receive a response shortly.
Oops! Something went wrong while submitting the form. Please try it again.
<script type="text/javascript" src="https://widgets.bokun.io/assets/javascripts/apps/build/BokunWidgetsLoader.js?bookingChannelUUID=ab8cb841-0fe5-4a98-85c1-eea1094f030c" async></script> <div class="bokunWidget" data-src="https://widgets.bokun.io/online-sales/ab8cb841-0fe5-4a98-85c1-eea1094f030c/experience-calendar/303328"></div> <noscript>Please enable javascript in your browser to book</noscript>

Búðu þig undir hið óvænta

Myndir segja meira en mörg orð.

Hótel Húsafell kt: 500909-0210