Krauma er ein af nýjustu heilsulindum landsins, með eimböð og náttúrulaugar sem innihalda hreint og tært vatn úr Deildartunguhver.
Upplifðu hreinleika íslenskrar náttúru á eigin skinni í jarðhitaböðum Krauma.
Krauma er nýjasta heilsubað Íslands í aðeins 25 mínútna akstursfjarlægð frá Hótel Húsafelli. Heilsulindin býður upp á einstaka aðstöðu til að njóta íslenskrar náttúru til fullnustu en þar er að finna tvenns konar gufuböð, slökunaraðstöðu og fimm náttúrulaugar með tæru vatni frá Deildartunguhver, vatnsmesta hver Evrópu. Hveravatnið er kælt niður í kjörhitastig með hreinu jökulvatni frá Rauðsgili.
Engum aukefnum er bætt út í vatnið en stöðugt streymi hveravatns tryggir einstakan hreinleika. Aðstaðan er hin glæsilegasta með búningsherbergi fyrir 140 manns, gjafabúð og fyrsta flokks veitingastað. Krauma er frábær heilsulind, opin allan ársins hring – á sumrin frá kl. 11:00 til 21:00 og á veturna frá kl. 11:00 til 21:0