Skoðaðu Víðgelmi, einn stærsta hraunhelli heims, í Hallmundarhrauni, skammt frá Húsafelli.
Undur hins litríka töfraheims sem Víðgelmir er, eru aðgengileg fyrir alla fjölskylduna.
Víðgelmir er stærstur allra hella á Íslandi og einn stærsti hraunhellir í heimi. Hellirinn hefur verið friðaður frá árinu 1993. Fjölbreytileiki hans og glæsileiki er engu líkur og heimsókn í hellinn er upplifun sem ekki gleymist. Tæplega 1600 metra langur hellirinn geymir ótrúlega liti og hraunmyndanir sem aðeins má sjá í iðrum jarðar.
Boðið er upp á leiðsögn um hellinn, frá hvelfingu til hvelfingar, sem tekur eina og hálfa klukkustund.
Í hellinum er kalt og mælt er með að gestir séu vel klæddir í hlýjan fatnað.
Aldurstakmark í ferðina er 4 ár.
Gestum er ráðlagt að mæta 10–15 mínútum áður en lagt er af stað í ferðina.