"The World’s Greatest Travel Experiences for 2022"

Giljaböðin fær ásamt 13 öðrum stöðum í heiminum úthlutunina "The World’s Greatest Travel Experiences for 2022"

Það var sannkallaður heiður þegar haft var samband og okkur tilkynnt að Giljaböðin hefðu ásamt 13 öðrum útvöldum ferðamannastöðum í heiminum fengið úthlutunina "The World’s Greatest Travel Experiences for 2022" hjá Culture Trips.

Verðlaunin setja ákveðin gæðastimpil á Giljaböðin en það eru sérfræðingar í ferðaþjónustu sem að sjá um val þeirra staða sem fá úthlutunina.

Giljaböðin eru einstakur baðstaður að heimsækja þar sem mikil áhersla er lögð á gæði og fagmennsku. Farið er frá Húsafelli í fylgd staðkunnugs leiðsögumanns sem að tekur ferðamanninn í stutta gönguferð á leiðinni í böðin. Lögð er áhersla á að segja sögu svæðisins og baðanna. Hámarks stærð hóps hverju sinni er 16 manns og þannig verður baðferðin persónulegri og upplifunin sterkari.

Giljaböðin

Hægt er að skoða úthlutunina með því að ýta á þessa slóð

Hér er hægt að bóka ferð í Giljaböðin

bóka tilboð