Sögurölt með heimamanni 30. júlí 2023
Boðið er upp á klukkustundar sögugöngu. Farið er frá afþreyingarmiðstöð og rölt heim á bæjarstæðið með viðkomu hjá gömlu rafstöðinni,draugaréttinni og að kvíunum. Þá er litið á listasvæði Páls Guðmundssonar og sest á kirkjubekk um stund. Farið er yfir staðhætti og 300 ára sögu Húsfellinga og meðal annars uppljóstrað um það afhverju engir draugar eru til...nema kannski einn. Afar létt rölt með lifandi frásögn beint af býli. Leiðsögumaður er Ingibjörg Kristleifsdóttir sem er borinn og barnfæddur Húsfellingur.
30. júlí klukkan 11:00 farið er frá afþreyingarmiðstöð.
Verð 2000 fyrir fullorðna 1000 fyrir 12-18 ára og frítt fyrir börn yngri en 12 ára.
Hámark 25.manns