Jóga, vatn og vellíðan.
Endurnærandi helgi í einstakri náttúruperlu milli hrauns og jökla á Hótel Húsafelli 24. - 26. febrúar 2017.
Helgin er sniðin að þörfum þeirra sem kjósa að endurhlaða batteríin með áhugaverðum og nærandi upplifunum í dásamlegu umhverfi. Allt þetta í bland við heilnæman og gómsætan grænmetismat mun gera helgina ógleymanlega.
Leiðbeinendur eru:
- Auður Bjarnadóttir - jógakennari og eigandi Jógasetursins í Reykjavík.
- Margrét Jónsdóttir Njarðvík - jógakennari og eigandi ferðaskrifstofunnar Mundo.
- Unnur Valdís Kristjánsdóttir - jóga nidra kennari, vöruhönnuður og leiðir kvöldflot.
Í boði verður meðal annars:
Verð á mann í tveggja manna herbergi: 49.900.-
Verð á mann í einstaklingsherbergi: 62.900.-
Innifalið er matur, námskeið og gisting.
Dagskrá hefst á föstudegi kl. 18 og lýkur á sunnudegi kl. 13.
Gildir árið 2017
Skráning og frekari upplýsingar á booking@hotelhusafell.is eða í síma 435-1551.