Nýtt hótel sem verið er að byggja í Húsafelli er hannað sem miðstöð útivistar og náttúruskoðunar í uppsveitum Borgarfjaðrar...
Nýtt hótel sem verið er að byggja í Húsafelli er hannað sem miðstöð útivistar og náttúruskoðunar í uppsveitum Borgarfjaðrar og tekið tillit til þarfa göngufólks og annars áhugafólks um náttúruna.
Sú mikla fjölgun erlendra ferðamanna sem verið hefur til landsins skapar grundvöll fyrir byggingu og rekstur heilsárshótels í Húsafelli, eins og víðar um landið, að sögn Þórðar Kristleifssonar, verkefnisstjóra hótelbyggingarinnar. Kristleifur Þorsteinsson lét gera frumdrög að móteli í Húsafelli á árinu 1988 og seinna undirbjó hópur fjárfesta hótelbyggingu. „Það er ekki fyrr en nú að hægt er að gera þetta, fyrr hefur ekki verið rekstrargrundvöllur,“ segir Bergþór Kristleifsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar í Húsafelli sem stendur að framkvæmdinni.
Stefnt er að opnun 15. júní á næsta ári. Til þess að það takist þarf að halda vel á spöðunum. Reiknað er með að tuttugu manns verði að störfum við uppbygginguna í sumar og vetur.
Lestu meira á mbl.is.