Hótel Húsafell býður upp á einstakar ráðstefnu- og hvataferðir

Hótel Húsafell er vinsæll staður fyrir alls kyns ráðstefnu- og hvataferðir. Möguleikarnir eru nánast óþrjótandi og okkur þykir fátt skemmtilegra en að aðstoða viðskiptavini að skipuleggja ævintýralega upplifun.

Hótel Húsafell er vinsæll staður fyrir alls kyns ráðstefnu- og hvataferðir og möguleikarnir eru nánast óþrjótandi. Við bjóðum upp á alhliða þjónustu hvað varðar skipulagningu á fundum, viðburðum, ráðstefnum, ferðum og gistingu.

Að uppfylla kröfur viðskiptavinarins er okkar hlutverk. Við vinnum af kappsemi sem ein heild með öllu því ólíka fólki sem tekur þátt í hverju verkefni. Við leggjum áherslu á að vera ávallt vakandi fyrir nýjungum og vinna af ástríðu að öllum þeim verkefnum sem við fáum til okkar. Okkur þykir fátt skemmtilegra en að aðstoða viðskiptavini að skipuleggja ævintýralega og ógleymanlega upplifun. Allt frá ævintýralegum jöklaferðum, afslöppun í jarðhitalaugum, einstaka matarupplifun að ógleymanlegum stundum undir norðurljósunum, sem gera ferðina að eftirminnilegu ævintýri.

Hótel Húsafell er því kjörinn staður fyrir ýmsa viðburði sem eru knúnir áfram af ævintýraþrá og óhefðbundinni hugsun, sem felur í sér að stíga út fyrir rammann. Við finnum áreiðanlega eitthvað sem hentar þörfum allra. Með einstakri umgjörð og þægindum og greiðan aðgang að öðrum tækifærum fyrir viðburði er Hótel Húsafell óviðjafnanlegur valkostur fyrir fyrirtækið þitt.

Vel heppnuð ráðstefna er öflugt markaðstæki

Okkar reynsla sýnir að vel heppnuð ráðstefna, fundur, málþing, viðburður eða sýning er öflugt markaðstæki og að þátttaka á slíkum viðburði skapar fyrirtækjum tækifæri á markaðnum með auknum sýnileika. Auk þess stuðla öll samskipti og miðlun upplýsinga að aukinni þekkingu og færni og skapa iðulega forskot í samkeppni.

Ráðstefnu- og fundaraðstaðan hjá Hótel Húsafelli er bæði óhefðbundin og skemmtilega öðruvísi. Mosi og Hellir eru salir sem henta frábærlega fyrir ráðstefnur, kynningar, námskeið, fundi, sýningar og margt fleira. Fundaraðstaðan er til fyrirmyndar og allur tækjabúnaður til funda- og ráðstefnuhalds er af bestu gerð.

Hægt er að velja um tvo sali sem henta fyrir litla og meðalstóra hópa.

MOSI:

FYRIR KYNNINGAR

• 10 borð 180x80

• 6 borð 80x80

• Sæti fyrir 33

FYRIR NÁMSKEIÐ

• 10 borð 180x80

• 8 borð 80x80

• Sæti fyrir 66

FYRIR FUNDI

• 7 eða 10 borð 180x80

• 3 borð 80x80

• Sæti fyrir 21 eða 30

HELLIR:

FYRIR KYNNINGAR

• 1 borð + stólar

• Sæti fyrir 30

FYRIR NÁMSKEIÐ

• 3 borð 180x80

• 3 borð 80x80

• Sæti fyrir 24

FYRIR FUNDI

• 4 borð 180x80

• 2 borð 80x80

• Sæti fyrir 18

FYRIR HÓPVINNU

• 6 standandi borð ø80

• Fyrir um 24

Góður árangur felst í góðri liðsheild

Vel skipulögð hvataferð er kraftmikil og dýnamískt aðferð til að styrkja hópa eða einstaklinga og efla samvinnu, auk þess að vera talin besta leiðin til að kynnast vinnufélögunum undir nýjum kringumstæðum og styrkja tengsl innan fyrirtækisins.

Við hjá Hótel Húsafelli hjálpum þér að styrkja og efla samheldnina hjá skipulagsheildinni til að efla fyrirtækjamenninguna, því ekkert styrkir liðsandann meira en að deila einstakri lífsreynslu.

Ávinningur af hvataferðum getur verið margs konar eins og aukin samkennd, aukið samstarf, aukin ánægja og ávinningur í starfi, efling sambands sem skilar sterkari fyrirtækjamenningu, sem er ávinningur allra.

Við skipuleggjum þína hvataferð með vellíðan, þægindi og öryggi að leiðarljósi. Við berum virðingu fyrir þörfum þínum, samstarfsaðila og samstarfsfólks og leggjum mikla áherslu á gott samstarf allra hlutaðeigandi aðila.

Við fylgjumst vel með því sem er að gerast í kringum okkur og vinnum náið með okkar birgjum til að tryggja að við útvegum bestu mögulegu farartækin og bestu upplifunina til að þú upplifir Hótel Húsafell og umhverfi þess á einstakan hátt.

Fáðu innblástur úr upplifun

Eftir ráðstefnu eða fundi er næg afþreying á svæðinu til að hrista hópinn saman. Úrval af afþreyingu er mikið og tilvalið að fara t.d. í Giljaböðin, ferð í Íshellinn í Langjökli eða hellaskoðun í Víðgelmi. Á Hótel Húsafelli er líka fullkomin aðstaða til afslöppunar í Lindinni og svo eru margar gönguleiðir á svæðinu sem hægt er að njóta í fallegu umhverfi. Við hjá Hótel Húsafelli erum þaulreynd í skipulagningu í kringum afþreyingu og sérsníðum allt eftir þínum þörfum.

Lindin

Lindin er ein vinsælasta afþreyingin á svæðinu og er fátt betra en að baða sig undir berum himni í heitu vatni úr iðrum jarðar. Lindin var upphaflega byggð árið 1965 en síðan þá hafa miklar endurbætur verið gerðar og hönnun í kringum Lindina er framúrskarandi.

Laugarnar eru tvær, ásamt tveim heitum pottum, köldum potti og gufubaði.

Lindin

Húsafell Giljaböð

Hvað er betra en töfrandi gönguferð í íslenskri náttúru sem endar með einstakri slökun í náttúruböðum í tignarlegu gljúfri? Húsafell Giljaböð bjóða upp á ferðir með leiðsögn frá afþreyingarmiðstöðinni á Húsafelli í fullkomna hálendisslökun í einstökum giljaböðum. Það er fátt sem hægt er að kalla jafn sér íslenska upplifun og göngu í ótrúlegu landslagi og leggjast svo í bleyti og slaka á í náttúrulegum giljaböðum.

Húsafell Giljaböð
Húsafell Giljaböð

Norðurljósin

Húsafellssvæðið býður upp á kjöraðstæður til norðurljósaskoðunar og sjást norðurljósin að meðaltali þrisvar í viku yfir vetrarmánuðina sem gerir staðinn að einum besta norðurljósa-útsýnisstað landsins. Gestum á Hótel Húsafelli býðst að fá sjálfkrafa hringingu þegar norðurljósin sjást.

Norðurljósin við Hótel Húsafell
Norðurljósin við Hraunfossa

Íshellir

Ísgöngin í Langjökli eru einstök upplifun en þar gefst kostur á að kanna leyndardóma jökulsins að innan. Into the Glacier býður upp á fjölmargar ferðir inn í stærstu manngerðu ísgöng í heimi. Göngin eru staðsett hátt á Langjökli sem er næst stærsti jökull Íslands.

Ferðin er farin á sérútbúnum jöklafarartækjum, sem eru sérstaklega gerð til að skoða umhverfi jökulsins og njóta útsýnis meðan ekið er upp á topp jökulhettunnar. Reyndir leiðsögumenn sjá til þess að allir skemmta sér og öðlast um leið undirstöðuþekkingu á hegðun og náttúru jökla.

Íshellir
Íshellir

Hraunhellar

Skoðaðu Víðgelmi, einn stærsta hraunhelli heims, í Hallmundarhrauni skammt frá Húsafelli. Hellirinn hefur verið friðaður frá árinu 1993. Fjölbreytileiki hans og glæsileiki er engu líkur og heimsókn í hellinn er upplifun sem ekki gleymist. Tæplega 1600 metra langur hellirinn geymir ótrúlega liti og hraunmyndanir sem aðeins má sjá í iðrum jarðar.

Boðið er upp á leiðsögn um hellinn, frá hvelfingu til hvelfingar, sem tekur eina og hálfa klukkustund. Einnig er boðið upp á leiðsögn þar sem farið er dýpra inn í hellinn og skoðaðar vel geymdar en viðkvæmar hraunmyndanir og bergtegundir. Lengd þessarar skoðunarferðar er 3–4 klukkustundir og aðeins í boði samkvæmt samkomulagi.

Hraunhellir
Hraunhellir

Gönguleiðir

Húsafell skartar mörgum af fegurstu perlum íslenskrar náttúru sem gerir gönguferðir á staðnum að dásamlegri upplifun. Húsafell má kalla draumaland göngumannsins. Allt um kring eru heillandi gönguleiðir, þar sem alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu.

Hægt er að finna auðveldar gönguleiðir fyrir alla, eins og leiðirnar um skóginn og einnig eru áhugaverðar leiðir fyrir þá brattgengu. Þar má nefna há fjöll eins og Eiríksjökul og Ok. Hestamenn og hjólreiðamenn finna líka spennandi leiðir fyrir sig. Á Húsafelli má svo nálgast gönguleiðakort með merktum gönguleiðum.

Gönguleið við Húsafell
Gönguleið við Húsafell

Hestaferðir

Besta leiðin til að upplifa Ísland er á hestbaki. Það er ekki til betri leið til að skoða stórbrotið íslenskt landslag, mótað af eldi og ís, en á góðum íslenskum hesti. Hrossabú fjölskyldunnar á Sturlureykjum býður hestaferðir allan ársins hring fyrir reynda sem óreynda.

Heimsóknin hefst á hlýlegum móttökum eigenda sem kynna þig fyrir fallegum hrossunum. Þá tekur við friðsæl og skemmtileg reið gegnum Reykholtsdal með áningu við heita áruppsprettu, hina einu sinnar tegundar í heiminum. Ferðinni lýkur svo á dásamlegu nýbökuðu rúgbrauði sem bakað er í jörð við hverahita.

Hestaferðir

Dagsferðir

Úrval dagsferða er nánast ótæmandi en þær geta verið hentugur kostur og við hjá Hótel Húsafelli liðsinnum þér og hugum að óskum þínum.

Dagsferðir

Fljóta og njóta

Svokölluð flotmeðferð er frábær leið til að ná fram algerri slökun. Flothetta og fótaflot stuðla að einstakri vellíðan og frelsistilfinningu. Þú finnur fyrir fullkomnu þyngdarleysi, eins og þú svífir í vatninu.

Hótelgestir geta nýtt sér flotbúnað án aukakostnaðar og notið þess að fljóta um í fullkominni slökun í jarðhitalauginni.

Fljóta og njóta

Hafðu samband strax í dag

Hafðu samband við okkur á Hótel Húsafelli strax í dag og við hefjumst handa að setja saman frábæra ráðstefnu- eða hvataferð fyrir þig og þitt fyrirtæki.

bóka tilboð