Hótel á Húsafelli opnar í næstu viku - mbl.is

„Fram­kvæmd­ir ganga ljóm­andi vel og koma fyrstu gest­ir 15. júlí. Það er allt að verða klárt,” seg­ir Unn­ar Bergþórs­son...

„Fram­kvæmd­ir ganga ljóm­andi vel og koma fyrstu gest­ir 15. júlí. Það er allt að verða klárt,” seg­ir Unn­ar Bergþórs­son, hót­el­stjóri á Hót­el Húsa­fells.

Um sex­tíu til sjö­tíu manns hafa starfað við upp­bygg­ing­una í Húsa­felli sein­ustu vik­ur, þegar mest hef­ur verið, en nú sér fyr­ir end­ann á þeirri vinnu. Er stefnt að því að hót­elið, sem er fjög­urra stjarna, verði form­lega opnað miðviku­dag­inn 15. júlí. Hafa fram­kvæmd­ir staðið yfir frá því sein­asta sum­ar.

Unn­ar seg­ir í sam­tali við mbl.is að bók­an­ir hafi gengið fram­ar von­um, allt frá opn­un. Jafn­framt sé búið að bóka gesti langt fram á vet­ur­inn. „Og bók­an­ir hafa einnig farið afar vel af stað fyr­ir næsta ár,“ seg­ir hann.

Hann nefn­ir auk þess að greini­lega sé mik­ill áhugi á svæðinu, Húsa­felli, sem og upp­sveit­um Borg­ar­fjarðar á meðal er­lendra ferðamanna.

Nýja hót­elið er fellt inn í lands­lag og skóg í hjarta Húsa­fells, á milli þjón­ustumiðstöðvar og sund­laug­ar. Það er hannað sem miðstöð úti­vist­ar og nátt­úru­skoðunar í upp­sveit­um Borg­ar­fjarðar og er tekið til­lit til þarfa göngu­fólks og ann­ars áhuga­fólks um nátt­úr­una.

Þar verður meðal ann­ars hundrað manna veit­ingastaður á efri hæð. Á þeirri neðri verða fjöl­nota sal­ir og aðstaða fyr­ir úti­vist­ar­fólk, til dæm­is þurrkaðstaða, geymsl­ur fyr­ir göngu­skó og ann­an búnað. Þar er út­gang­ur að sund­laug­inni. Út frá þess­ari miðju eru gisti­álm­ur með alls 36 rúm­góðum gisti­her­bergj­um. Unn­ar seg­ir að mögu­leiki sé á því að bæta við tólf her­bergj­um.

mbl.is

bóka tilboð