Húsafell

Húsafell Bistró: 435-1550

restaurant@hotelhusafell.is
Hótel Húsafell: 435-1551

booking@hotelhusafell.is

Sundl./swimming pool:

435-1552

Tjaldsvæði/camping:

435-1556

camping@husafell.is

 

Bergþór Kristleifsson

husafell@husafell.is


 

 Gamli bær

Gistiheimili

Gamli bærinn á Húsafelli er frá árinu 1908 og var íbúðarhús ábúenda á Húsafelli fram til ársins 1964 .  Árið 1996 var húsið endurreist af Kristleifi Þorsteinssyni og Sigrúnu Bergþórsdóttur  og rekstur gistiheimilis hófst.  Við endurreisn hússins var leitast við að varðveita upphaflega mynd
þess og virðingu við sögu hússins gætt.

Gamli bærinn er á þremur hæðum, á neðstu hæð er eldhús, borðstofa, salerni og setustofa.
Á annari hæð eru þrjú tveggja manna herbergi og þrjú baðherbergi. Á efstu hæð hússins eru tvö tveggja manna herbergi og eitt baðherbergi.  Á verönd við húsið er heitur pottur.

 

Árið 2007 fóru aftur fram endurbætur á húsinu og byggð við forstofa á jarðhæð og húsgögn endurnýjuð.

Á sumrin eru herbergin leigð með morgunmat og þá mest í gegnum Ferðaþjónustu bænda. Erlendir gestir hússins eru flestir ánægðir og finna sögu lands og þjóðar í hverri fjöl.

Á veturna er leigan með öðru  móti, ýmist uppábúin rúm eða svefnpokapláss en þá alltaf án morgunverðar.

Hópar sem sækjast eftir útivist s.s. gönguferðum, veiði ofl. hafa verið tíðir gestir

 

 

Bókanir:

Sæmundur sími: 895-1342

Netfang: sveitasetrid@simnet.is