Tjaldsvæðið í Húsafellsskógi hefur notið mikilla vinsælda í áraraðir.
Stæðin eru á miðju orlofssvæðinu og göngufæri í sund, golf, leiktæki, verslun og veitingar.
Tjaldsvæðið í Húsafellsskógi hefur notið mikilla vinsælda í áraraðir.Stæðin eru á miðju orlofssvæðinu og göngufæri í sund, golf, leiktæki, verslun og veitingar.Rafmagnstenglar eru á u.þ.b. 70 stæðum og þarf tengi skv. evrópskum stöðlum.Salerni, sturta, heitt og kalt vatn auk þvottaaðstöðu er innifalið í tjaldstæðagjaldi.
Veglegir afslættir fyrir tjaldgesti í sumar, árið 2024:
10% afsláttur á Bistró.
30% afsláttur í Lindina.
35% afsláttur af Giljaböðunum.
30% afsláttur í Golf.
Tjaldsvæðið á Húsafelli er opið frá 1. júní - 30. september.
Tjaldsvæðin á Húsafelli eru eingöngu fyrir fjölskyldur og ætlast er til að gestir sýni tillitsemi yfir nóttina frá 24:00 -09:00 stranglega bannað er að vera með hávaða eða valda ónæði.
Við tökum frá fyrir fjölskylduhópa með 5-7x eða fleiri tjöld/vagna, til kl 18:00 á umræddum degi, eftir þann tíma getum við ekki ábyrgst frátekt.
Um Verslunarmannahelgi er 10 tjalda/vagna lágmark fyrir hópabókanir
Athugið að bóka þarf með amk. 3ja daga fyrirvara. Sími: 435-1556
camping@husafell.is