Húsafell

Húsafell Bistró: 435-1550

restaurant@hotelhusafell.is
Hótel Húsafell: 435-1551

booking@hotelhusafell.is

Sundl./swimming pool:

435-1552

Tjaldsvæði/camping:

435-1556

camping@husafell.is

 

Bergþór Kristleifsson

husafell@husafell.is


 

Sjálfbær orka

 

Húsafell hefur þá sérstöðu að vera sjálfbært þegar kemur að orku. Landið gefur af sér mikið af bæði heitu og köldu vatni sem við nýtum á svæðinu.

 

Heita vatnið á Húsafelli kemur úr tveimur borholum. Í Teitsgili er borhola frá árinu 1986 sem er 218m djúp og gefur af sér 20 l/s af 77°heitu vatni. Í hlíðum Útfjalls nánar tiltekið í Hveragili var borað árið 2002 sú hola er 606m djúp og gefur af sér 20 l/s af 64°heitu vatni. Heita vatnið úr þessum borholum er nýtt til upphitunar íbúðar- og sumarhúsa á svæðinu ásamt sundlaugum.

 

Kalda vatnið á Húsafelli kemur frá jöklunum umhverfis Húsafell og rennur í gegnum hraunið. Það tekur vatnið óratíma að komast þessa leið og síast á leið sinni í gegnum hraunið sem verður til þess að það myndast tærar lindir við hraunjaðrana sem nefnast m.a. Kaldárbotnar, Stuttárbotnar og Kiðárbotnar.

Vatnið í þessum lindum helst 4° allt árið um kring. Neysluvatnið á Húsafelli kemur nú úr borholum ofan við orlofssvæðið.

Vatnið úr lindunum hefur verið virkjað til framleiðslu á rafmagni og eru nú þrjár virkjanir á Húsafelli.

Á Húsafelli var fyrsta vatnsaflsvirkjunin byggð árið 1948 en nú rekur Ferðaþjónustan Húsafelli 3 vatnsaflsvirkjanir og sú fjórða er nú í lokaundirbúningi. Það eru þrjár kynslóðir Húsfellinga sem hafa reist þessar virkjanir og fjórða kynslóðin tekur virkan þátt í undibúning þeirrar fjórðu. Núverandi virkjanir eru samtals 580kW. Þær eru:

Stuttárvirkjun

 

Suttárvirkjun

·         Virkjað árið 1948

·         Afl: 13 kW

·         Tegund: Reimdrifin rafmótor sem er segulmagnaður frá dreifineti

 

 

 

 

Kiðárvirkjun 1

Kiðárvirkjun 1

·         Virkjað árið 1978

·         Afl: 120 kW

·         Tegund: Íslenskur vélbúnaður

 

 

 

 

 

Kiðárvirkjun 2

Kiðárvirkjun 2

·         Virkjað árið 2003

·         Afl: 450 kW

·         Tegund: Kaplan túrbína og Tess rafall, vélbúnaður er  tékkneskur

 

 

 

Urðafellsvirkjun er fjórða virkjun Húsfellinga og er á undirbúningsstigi. Virkjunin er rennslisvirkjun með nær enga miðlun. Virkjað verður lindarvatn í hlíðum Urðarfells og veitt niður í um 260m falli niður í Reyðarfellskóg. Uppsett afl: 1000 kW.

Urðarfellsvirkjun

 

Urðarfellsvirkjun

·         Á undirbúningsstigi

·         Uppsett afl: 1000 kW

·         Fallhæð: 260m.